The HeartSine Samaritan PAD er lítið´, létt, færanlegt, rafhlöðuknúið sjálfvirkt hjartastuðtæki (AED) sem ætlað er til að meðhöndla fórnarlömb hjartastopps.
Vörur sem verða fyrir áhrifum eru undirhópur HeartSine samaritan PAD gerða; 350P, 360P, 450P og 500P. Undirhópur með raðnúmerum sem byrja á 21, 22, 23 eða 24 og með bókstafinn B, D, E, G eða H á eftir. Athugaðu hvort að raðnúmerið á þínu hjartastuðtæki passi við þetta eins og lýst er hér fyrir neðan.
Við innri gæðapróf kom í ljós að vandamál tengt framleiðslu á íhlut í rafrásaborði gæti mögulega truflað virkni tækisins eða valdið bilun.
Ef þetta vandamál kemur upp er mögulegt að tækið veiti ekki fyrirhugaða meðferð við notkun og hugsanlega valdið töfum á meðferð eða engri meðferð við notkun.
Vandamálið kom í ljós við gæðapróf og vandamálið kom ekki fram við notkun á sjúklingi. Engar aukaverkanir hafa verið tilkynntar í tengslum við þetta vandamál.
Stryker mælir með því að þú hafir HeartSine samaritan PAD tækið þitt áfram tilbúið til notkunar ef þú ert ekki með annað almennt hjartastuðtæki, þar til nýtt tæki er fáanlegt. Þessi ráðlegging byggist á innri prófun sem sýnir fram á litlar líkur á bilun vegna þessa framleiðsluvandamáls.
Til að finna gerð og raðnúmer hjartastuðtækisins skaltu skoða merkimiðana aftan á hjartatækinu eins og sýnt er hér að neðan:
Vinsamlegast settu saman lista yfir gerðir og raðnúmer tækjanna sem verða fyrir áhrifum og tækjanna sem verða ekki fyrir æahrifum. Þessar upplýsingar eru nauðsynlegar þegar þú bregst við innkölluninni eins og lýst er í innköllunarbréfinu.
Skrifaðu allt raðnúmerið í leitarstikuna hér fyrir neðan. Ef tækið þitt verður fyrir áhrifum birtist það.